Nýtt ár, ný námskeið

Nýtt ár, ný námskeið

Útipúlið er farið af stað í allri sinni dýrð. Veðrið og færðin hamlar okkur ekkert, enda fullt af skjólsælum og upphituðum svæðum sem við erum farin að þekkja ansi vel í grennd við dalinn. Námskeiðin eru kennd á sömu tímum og fyrir jól, þeas mán og mið kl 12:10 og 17:30. Auk þess erum við að prófa eina nýjung að bjóða upp á einn laugardagstíma í mánuði og ef vel tekst til gæti verið að við myndum fjölga þeim.
Útipúlið er sem áður segir fyrir alla sem hafa áhuga á að huga að heilsunni, styrkja sig og auka þol með eigin líkamsþyngd……eingöngu utandyra:)
Tökum vel á móti þér í dalnum