REYNSLUSÖGUR

Reynslusaga frá einni tveggja barna móður:

“Sumarið 2011 var ein úr vinnunni sem sagðist vera í Útipúli hjá Melkorku og bauð mér að koma með. Ég sá ekki eftir því! Við æfðum tvær saman tvisvar í viku. Ég hafði verið í Kerrupúlinu og leist vel á að prófa að æfa svona úti enda þá laus við alla grindarverki sem háðu mér á meðgöngunni og eftir fæðinguna. Það var soldið um harðsperrur fyrst, það verður… að viðurkennast en það var hvetjandi að finna aukinn styrk og úthald og bæta sig í tímatökum. Núna einu og hálfu ári síðar er ég enn að æfa hjá Útipúli tvisvar í viku og ég hlakka til að mæta og reyni allt hvað ég get til að missa ekki úr tíma. Það hefur mjög gaman að vera í hóptímunum og taka vel á því. Ég er komin í mitt besta form til þessa og farin að hlaupa töluvert sjálf og fer nú létt með að hlaupa 10 km. Ég hef grennst töluvert og finnst ótrúlegt að fíla mig í níðþröngum hlaupabuxum. Eitthvað sem hefði ekki gerst nema með þessum tímum. Það besta er að núna finn ég þörf og löngun til að hreyfa mig og ég vil æfa því að þá líður mér betur. Og auðvitað líður manni betur þegar maður er í betra formi . Og það er plús að það er ekkert mál að spretta á eftir smáfólkinu sínu. Núna get ég hugsað mér að taka þátt í allskonar keppnum sem ég gerði ekki áður. Melkorka hefur stutt vel við bakið á mér með hvatningu og fróðleik og sannarlega sýnt mér að maður getur alltaf meira en maður heldur.”

Reynslusaga frá einni bakveikri:

“Ég ákvað að prófa útipúl í maí því ég átti svo góðar minningar frá kerrupúlsnámskeiðunum. Ég finn svakalegan mun á mér. Ég léttist um 8 kg í sumar og þá var ég ekki mikið meira að pæla í mataræðinu en áður. En ég er aðallega búin að losna við bakvesenið sem ég var í. Ég var með brjósklos þegar ég kom í kerrupúlið í fyrra en mátti samt byrja að hreyfa mig. Þegar ég byrj…aði aftur í útipúlinu í vor var ég orðin míklu betra í bakinu en ég var samt mjög stíf og lengi að komast á fætur á morgnana. Þegar ég hugsa tilbaka þá var ég stundum að velta mér framúr og lá á gólfinu því ég gat ekki strax rétt úr mér eða staðið upp. Sem var sérstaklega leiðinlegt verandi með lítil börn sem vildu fá þjónustu strax. Og svo fann ég alltaf fyrir eftir á ef ég var míkið að reyna á bakið og halda á krökkunum og svoleiðis. En núna er ég alveg laus við allt þetta. Ég ætti kannski að skrá mig í svona æviáskrift í útipúlið! Það lagaðist allt bakvesenið í sumar í púlinu þegar það var ekki búið að gerast neitt hjá mér allan siðasta vetur í ræktinni.
Þegar ég pæli í þessu þá á ég eiginlega ekki til orð hvað það hefur átt sér stað mikil breyting hjá mér!“

Reynslublogg:

http://meyja.wordpress.com/2012/11/19/utipul-i-laugardalnum/