SPURT OG SVARAÐ

Er Útipúlið fyrir alla?

Já! Svo lengi sem þú hefur gaman af því að hreyfa þig utandyra!!!
Þú getur verið byrjandi að stíga þín fyrstu skref í hreyfingu og þú getur verið mikill hlaupagarpur í góðu formi en vilt bæta hraða eða þrek/styrk!

Yngsti iðkandinn er 14 ára unglingur sem vill auka snerpu hjá sér og elsti er 65 ára og vill losna við vöðvabólgu og styrkja sig andlega og líkamlega í fallegu umhverfi!
Útipúlið er fyrir bæði kyn og hægt er að koma í vinahópum, sem pör eða sem einstaklingar!

Er púlað úti í öllum veðrum?

Já! Við klæðum okkur eftir veðri, því fleiri lög því betra á köldum dögum! Það er oft mikil veðursæld í Laugardalnum og skjólsælla en annarsstaðar í borginni!

Kemst maður einhversstaðar í sturtu?

Það er ekki innifalin nein sturtu/búningsaðstaða, en sundlaugarnar í Laugardalnum er upphafs-og lokastaður okkar og því gott að skella sér í sturtu þar og jafnvel heitan pott ef tími vinnst til!