UM ÚTIPÚL

Útipúlið er frábært fyrir alla sem vilja komast í gott form með því að æfa utandyra í fallegu umhverfi. Þeir sem sitja inni við vinnu allan daginn og langar til að hreyfa sig, fyrir vinnu, í hádeginu eða eftir vinnu fá þarna tækifæri til að hreyfa sig úti, anda að sér fersku lofti og njóta fallega umhverfisins í Laugardalnum. Svo ekki sé talað um góðan félagsskap.

Útipúl er markviss þol og styrktar þjálfun fyrir litla hópa eða í einkaþjálfunarformi. Útipúl er bæði fyrir karla og konur og sniðugt fyrir vinkonur/vini eða hjón/pör að koma saman. Það getur verið virkilega skemmtilegt að púla saman úti í náttúrunni og fá um leið hvetjandi og markvissa leiðsögn um það hvernig best sé að framkvæma æfingarnar til að ná sem bestum árangri.

Hafðu samband, láttu vita hvaða tími hentar þér best og þá er ekki eftir neinu að bíða!

Hafðu samband:  kerrupul@kerrupul.is

 

Útipúlshópþjálfun tvisvar!!

-mán og mið kl 12:10
-mán og mið kl
 17:30


Hámarskfjöldi í hvern hóp er 12-14 manns. Hafðu samband ef þú vilt komast í gott form í fallegu umhverfi með góðum hóp fyrir lágt verð!!!

Verð fyrir 4 vikur í hópþjálfun:

4 vikur 9990kr
12 vikur 27990kr
24 vikur 45990kr

Innifalið í verði:

– Fagleg, markviss og einstaklingsmiðuð þjálfun með þarfir hvers og eins að markmiði
– Hver tími er 55 mín.
-15-20% afsláttur í verslununum Cintamani í Austurhrauni og Afreksvörum í Glæsibæ, ásamt ókeypis hlaupagreiningu þar.
– fróðleikur um hreyfingu og mataræði í reglulegum fréttapóstum

ATH: Námskeiðsverð þarf að greiða á fyrstu viku hvers námskeiðs!

 Reikningsnúmer: 313-13-700734      kt.5901102560